A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Laus störf við grunnskólann

Salbjörg Engilbertsdóttir | 21. ágúst 2024


Tvö störf eru laus við grunnskólann á Hólmavík.


Laus er staða skólaliða við grunnskólann. Starfsmaður starfar við gæslu í skóla s.s. á göngum skólans, í mötneyti og frímínútum og er nemendum innan handar og leiðbeinir eftir þörfum. Starfsmaður sinnir einnig léttum þrifum.
Um 37,5% starf er að ræða í dreifðu starfi á 12 mánuði en 41% v. starfs í 9,5 mánuði. Leitað er eftir starfsfólki sem hefur ánægju af að vinna með börnum,sýnir færni í samskiptum við börn og fullorðna og tekur þátt í því uppeldisstarfi sem á sér stað innan skólans. Farið er fram á hreint sakavottorð


Laus er staða við ræstingar í grunnskólanum, vinnutími er frá 14:00-16:30 en hægt er að semja um að vinna starfið seinna að deginum. Um er að ræða þvott, skúringar og almenn þrif á skólahúsnæði eftir að skóla lýkur.
Um 33% starf er að ræða í dreifðu starfi á 12 mánuðum en 35% í 9,5 mánuði.


Greitt er skv. kjarasamningum Sambands sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélög

Æskilegt er að starfsmenn geti byrjað sem fyrst.


Upplýsingar um starfið gefur Salbjörg skrifstofustjóri salbjorg@strandabyggd.is, umsóknum skal skilað á strandabyggd@strandabyggd.is og er frestur til og með 28. ágúst n.k.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón