Laust starf - Staða forstöðumanns Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða
Staða forstöðumanns
Fræðslumiðstöð Vestfjarða óskar eftir að ráða forstöðumann. Leitað er að öflugum einstaklingi sem er tilbúinn að sjá um daglegan rekstur miðstöðvarinnar og leiða hana áfram í uppbyggjandi starfi.
Starfssvið
Ábyrgð á daglegum rekstri s.s. starfsmannastjórnun og fjármálum.
Skipulagning og umsjón með símenntun og framhaldsfræðslu.
Kynningamál og þróunarvinna.
Ýmis önnur verkefni sem til falla.
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Menntun í uppeldis- og kennslufræði er kostur.
Þekking á fullorðins- og framhaldsfræðslu.
Þekking og reynsla af rekstri og stjórnun.
Færni í mannlegum samskiptum.
Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Færni í íslensku ritmáli, ensku og tölvum.
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða er sjálfseignarstofnun með höfuðstöðvar á Ísafirði og starfsstöðvar á Hólmavík og Patreksfirði. Meginmarkmið eru að auðvelda íbúum á Vestfjörðum símenntun og framhaldsfræðslu sem felur í sér nám, náms- og starfsráðgjöf og raunfærnimat. Fræðslumiðstöðin hefur viðurkenningu mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem fullorðinsfræðsluaðili skv. lögum um framhaldsfræðslu og EQM-gæðavottun. Nánari upplýsingar um Fræðslumiðstöðina er að finna á vefsíðunni frmst.is
Umsóknarfrestur er til 15. desember 2016.
Umsóknir skal senda Smára Haraldssyni, forstöðumanni Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, Suðurgötu 12, 400 Ísafjörður, eða með tölvupósti á smari@frmst.is
Með umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og greinargott kynningarbréf sem færir rök fyrir hæfni umsækjanda.
Starfið er laust frá 1. mars 2017, eða samkvæmt samkomulagi.
Nánari upplýsingar veitir Smári Haraldsson í síma 456 5033 eða netfang smari@frmst.is