Laust starf á Leikskólanum Lækjarbrekku
Leikskólinn Lækjarbrekka auglýsir eftir starfsmanni í eldhús og ræstingu.
Um er að ræða 100% starf og þarf umsækjandi að geta hafið störf þann 1.nóv. næstkomandi. Í starfinu felst meðal annars að taka til fæði fyrir nemendur og starfsfólk, frágangur eftir matmálstíma, almenn ræsting á skólahúsnæði og afleysing inn á deild. Nánari starfslýsingu er hægt að nálgast á skrifstofu leikskólastjóra eða í síma 451 3411 milli kl. 9:00 og 16:00 alla virka daga. Einnig er hægt að senda tölvupóst á leikskólastjóra í netfangið: leikskolastjori@strandabyggd.is
Umsækjendur eru beðnir um að skila inn umsóknum á skrifstofu sveitarfélagsins að Höfðagötu 3 eða til leikskólastjóra, ásamt ferilskrá og meðmælum fyrir 1.okt. Þeir sem eiga eldri umsóknir um störf á leikskólanum Lækjarbrekku eru beðnir um að endurnýja umsóknir sínar. Leikskólastjóri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum standist þær ekki kröfur.