Laust starf á skrifstofu Strandabyggðar
| 06. febrúar 2015
Strandabyggð auglýsir laust til umsóknar starf á skrifstofu sveitarfélagsins. Um er að ræða 50% starf og er vinnutíminn frá 12:00 – 16:00 alla virka daga.
Helstu verkefni eru eftirfarandi:
- Símavarsla og móttaka viðskiptavina á skrifstofu sveitarfélagsins
- Greiðsla reikninga, móttaka innborgana, upplýsingar um stöðu viðskiptareikninga, útgáfa reikninga og innheimta
- Launafærslur, eftirlit með tímaskráningum og verkbókhaldi
- Umsjón með vef Strandabyggðar
- Önnur tilfallandi verkefni á skrifstofu og afleysingar
Viðkomandi þarf að vera með stúdentspróf, aðra sambærilega menntun eða starfsreynslu sem vegur jafnt, búa yfir góðri samskiptafærni, vera skipulagður, talnaglöggur og nákvæmur.
Umsókn ásamt ferilskrá skal berast skrifstofu Strandabyggðar, Höfðagötu 3, 510 Hólmavík eða á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is fyrir lok dags mánudaginn 16. febrúar 2015.
Nánari upplýsingar veita Andrea K. Jónsdóttir, sveitarstjóri og Salbjörg Engilbertsdóttir, skrifstofustjóri á opnunartíma skrifstofu.
Hér má finna umsóknareyðublað af vef Strandabyggðar.