Laust starf í áhaldahúsi - frestur framlengdur
Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir laust starf í Áhaldahúsi Strandabyggðar a.m.k til 30. September n.k. með möguleika á framlengingu.
Um er að ræða afar fjölbreytt og krefjandi starf þar sem Áhaldahús Strandabyggðar er með ábyrgð á eftirfarandi verkefnum:
- Vatnsveitu
- Fráveitu
- Umsjón og viðhaldi fasteigna
- Hólmavíkurhöfn
- Sorpsamlag
- Umsjón með snjómokstri og söltun á Hólmavík
- Þjónusta stofnanir Strandabyggðar
- Fjölbreytt verkefni sem til falla
Menntunarkröfur
Kostur er að starfsmaður sé með eftirfarandi:
- Iðnmenntun
- Meirapróf ásamt auknum réttindum á krana
- Vigtarréttindi
Leitað er eftir starfsmanni með ríka þjónustulund og góða samskiptahæfni. Mikilvægt er að starfsmaður sé skipulagður og geti tileinkað sér sjálfstæð vinnubrögð.
Umsóknarfrestur er til og með 30. maí nk og þarf umsækjandi að geta byrjað sem fyrst. Umsóknum ásamt ferilskrá ber að skila í netfangið strandabyggd@strandabyggd.is eða á skrifstofu Strandabyggðar að Höfðagötu 3.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurður Marinó Þorvaldsson verkstjóri Áhaldahúss Strandabyggðar í síma 8944806.