Leiðbeiningar um rými utanhúss og innandyra vegna COVID-19
Fjöldatakmörkun á samkomum fer eftir ákvörðun yfirvalda hverju sinni.
Skv. reglugerð heilbrigðisráðherra frá 31. október 2020 mega mest 10 manns koma saman í rými innan- sem utandyra (með ákveðnum undantekningum).
Um öll rými og svæði gildir að einstaklingar eiga ekki að koma inn á þau ef þeir:
Eru í sóttkví
Eru í einangrun (einnig meðn beðið er niðurstöð sýnatöku).
Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
Eru með einkenni um COVID-19 (hósta, hita, hálssærindi, kvefeinkenni, höfuðverk, bein- eða vöðvaverki, þreytu).
Börn fædd árið 2015 og síðar eru undanþegin fjöldatakmörkunum.
Einstaklingar eiga að virða nálægðartakmarkanir á milli ótengdra aðila. Fullorðnir þurfa þannig að virða 2 metra reglu sín á milli og við ótengd börn.
Enginn samgangur (blöndun) á að vera á milli rýma. Það gengur þvert á tilgang fjöldatak-markana ef aðilar eru aðskildir í rými en safnist svo saman eða blandist t.d. á salerni, í sömu veitingasölu eða í hléi.
Rými þurfa að vera aðskilin með a.m.k. 2 metra háu skilrúmi eða 2 metra bili sem ekki má fara yfir.
Við sölu miða þarf að huga að því að fjölskyldur og tengdir aðilar mega sitja saman en að 2 metrar séu á milli ótengdra aðila.
Auðvelt aðgengi að handþvottaaðstöðu og/eða handspritti þarf að vera til staðar í hverju rými.
Enginn samgangur er heimilaður á milli rýma. Hvert skilgreint rými þarf helst að hafa eigin inngang og útgang og Hægt er að nota sama inn- og útgang ef aðilar í hverju rými fara inn og út á aðskilinn hátt þannig að engin blöndun sé á milli hópa. Lofta ætti út á milli hópa ef hægt er og þrífa snertifleti ef kostur.
Salerni þurfa að vera aðskilin fyrir hvert rými. Ekki má samnýta salerni milli rýma á neinn hátt.
Miðasala, veitingasala og önnur sambærileg þjónusta þarf að vera aðskilin fyrir hvert rými. Starfsfólk við slíka þjónustu má ekki fara á milli rýma. Sama á við framreiðsluaðila.
Sameiginlega snertifleti þarf að þrífa og sótthreinsa a.m.k. daglega eða oftar eftir aðstæðum. Þá ætti að opna glugga og hurðir til að lofta vel út í a.m.k. 15 mín (eða lengur) í senn sé þess kostur og endurtaka nokkrum sinnum yfir daginn.
Brýna þarf fyrir gestum að gæta ýtrustu varkárni og virða reglur um nálægðartakmarkanir og sóttvarnir. Veggspjöld til áminningar eru til sem hægt er að hengja upp
(https://www.covid.is/veggspjold).