Leiðir til byggðafestu, opin námskeið
Hjónin Þórunn MJH Ólafsdóttir og Haraldur Guðjónsson stunda öfluga hvítlauksræktun að Neðri-Brekku í Dalabyggð. Þau eru frumkvöðlar í svokallaðri „No dig/No till“ aðferð í ræktun hérlendis. Aðferðin er einnig kennd við „lagsagna“ þar sem náttúran sér sjálf um ræktunarvinnuna í hverju lagi fyrir sig.
Þessi árangursríka aðferð nýtist í allskonar ræktun grænmetis fyrir heimili, veitingahús eða til framleiðslu fyrir sölu á markaði.
Sé athygli beint að hvítlauknum má benda á að alls eru um 200 tonn af honum flutt hingað til lands ár hvert. Felast því augljós tækifæri í að auka ræktun hans. Hann gæti hæglega orðið sjálfbær afurð fyrir heimili og veitingahús.
Þórunn og Haraldur hafa kynnt sér aðferðafræði „No dig/No till“ bæði í orði og á borði og vilja nú deila reynslu sinni með áhugasömum.
Þau verða í Sælukotinu Árbliki sunnudaginn 30. júní kl. 13:00.
Þau verða sunnudaginn 30 júní kl. 18:00 í Sauðfjársetrinu á Ströndum (boðið upp á súpu þar).
Þau verða mánudaginn 1. júlí kl. 16:00 í Félagsheimilinu Víðihlíð.
Enginn aðgangseyrir er á námskeið þeirra. Áhugasamir eru hins vegar beðnir um að skrá sig í netfang hlediss@gmail.com og tilgreina hvaða námskeiðsstað af þremur sem eru í boði þeir velja, eða skrá sig á viðkomandi viðburð hér á facebook. Boðið er upp á kaffi og með því.
Hér er facebooksíða verkefnis: https://www.facebook.com/profile.php?id=61561264588269
Hér eru viðburðir: https://www.facebook.com/profile.php?id=61561264588269&sk=events
Kærar þakkir.