A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Leiksvæði í Strandabyggð tekin í gegn

| 18. desember 2012
Leikvöllur við leikskólann Lækjarbrekku - ljósm. ASJ
Leikvöllur við leikskólann Lækjarbrekku - ljósm. ASJ
Átak hefur verið gert í viðhaldi leiksvæða í Strandabyggð undanfarin misseri. Tómstundafulltrúi tók málaflokkinn yfir árið 2011 og áhaldahús Strandabyggðar vann mikið starf í viðhaldi og endurbótum síðasta sumar. Vorið 2012 var samþykkt í sveitarstjórn Rekstrarhandbók leiksvæða í Strandabyggð. Hana má sjá með því að smella hér. Með samþykkt hennar er ljóst að engin leiktæki verða sett niður nema þau séu vottuð og standist staðla. Aðalskoðun á leiksvæðum nú í haust leiddi í ljós samtals 65 athugasemdir, en árið 2010 voru þær 115 talsins. Hér fyrir neðan má sjá nýlegt yfirlit yfir þær endurbætur sem gerðar hafa verið á síðasta ári. 


Leikskólinn Lækjarbrekka
• Unnið eftir athugasemdaskýrslu BSI 2011
• Galvanseraðir staurar í girðingu málaðir
• Steyptur kantur við gangstétt jafnaður út
• Gúmmímottur settar milli stéttar og mottusvæðis undir leiktækjum næst leikskóla
• Steypt við niðurfall og það hækkað upp
• Skorið af öllum boltum sem stóðu út úr róm
• Skipt um gúmmí á vegasalti nr. 1:4
• Tappar settir í rennibraut nr. 1:6
• Sagað ofan af grindverki við sandkassa nr. 1:5 til að ná undir 60 cm fallhæð
• Skipt um allar keðjur í rólum 1:1 og 1:2 og lykkjur losaðar
• Skipt um dekk í rólu 1:2
• Settur upp lítill sandkassi aftan við leikskólann



Grunnskólinn Hólmavík

• Unnið eftir athugasemdaskýrslu BSI 2011
• Lausir hlutir fjarlægðir
• Málað yfir veggjakrot
• Allir galvanseraðir ljósastaurar og stoð í anddyri málaðir upp í 1,5 metra
• Rafmagnsrör, kapall og járnrör við jólatré fjarlægt
• Skrúfa á vegasalti nr. 2:4 fjarlægð, handfang fest og gúmmí sett í
• Skipt um dekk og allar keðjur í rólum 2:2 og 2:3, rólur settar í rétta hæð
• Hús af báti nr. 2:7 fjarlægt
• Kefli (ekki í rekstrarhandbók, nr. 12 í BSI-skýrslu 2011) fjarlægt af leiksvæðinu
• Bil vegna hengingarhættu á rennibraut nr. 2:5 lagfært, tappar settir í
• Vegasalt (ekki í rekstrarhandbók, nr. 14. í BSI-skýrslu 2011) fjarlægt af leiksvæðinu
• Vegasalt (ekki í rekstrarhandbók, nr. 16 í BSI-skýrslu 2011) fjarlægt af leiksvæðinu
• Boltar úr kefli 2:6 fjarlægðir, öðru viðhaldi einnig sinnt
• Tappar og ný dekkjaróla sett í rólu nr. 2:1 og skorið af boltum
• Viðarvörn borin á allt grindverk á sparkvelli nr. 2:9
• Körfuboltavöllur nr. 2:8 kláraður, merktur og körfur settar upp
• Hús tekið af báti nr. 2:7



Lilla-róló við Höfðatún

• Unnið eftir athugasemdaskýrslu BSI 2011



Leiksvæði við Galdrasafn

• Unnið eftir athugasemdaskýrslu BSI 2011
• Búið að fjarlægja skátaleiktæki
• Rólur fjarlægðar, eftir að fjarlægja rólugrind
• Gálgi/hjallur fjarlægður


Tjaldsvæði
• Unnið eftir athugasemdaskýrslu BSI 2011
• Skipt um dekk, keðjurás og keðju í rólum nr. 5:1

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón