Líflegt félagsstarf eldri borgara í Strandabyggð
| 26. september 2011
Síðastliðinn þriðjudag hófst félagsstarf eldri borgara á vegum Strandabyggðar. Starfsemin er í Félagsheimilinu á Hólmavík og verður þar á öllum þriðjudögum í vetur frá kl. 14:00 til 17:00. Eins og mörg undanfarin ár er Ingibjörg Sigurðardóttir umsjónarmaður félagsstarfsins, en á fundi sem haldinn var um málefni aldraðra í síðastliðinni viku hvatti Ingibjörg sem flesta til að taka þátt í starfinu, enda er það bæði skemmtilegt og gefandi.
Fulltrúi strandabyggdar.is var að sjálfsögðu á staðnum þegar vetrarstarfið hófst síðastliðinn þriðjudag og smellti af nokkrum skemmtilegum myndum.
Fulltrúi strandabyggdar.is var að sjálfsögðu á staðnum þegar vetrarstarfið hófst síðastliðinn þriðjudag og smellti af nokkrum skemmtilegum myndum.