Límmiðar á bílum, hreinsunarátak
Þorgeir Pálsson | 09. júlí 2024
Kæru íbúar Strandabyggðar,
Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða var hér nýlega og límdi miða á bíla hér á Hólmavík. Í bréfi frá Heilbrigðiseftirlitinu sem barst nýlega, kemur fram eftirfarandi:
"Þann 29. maí 2024. fóru starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða í eftirlitsferð um Hólmavík. Límdar voru tilkynningar á númerslausa bíla, samtals 22 stk. Bílarnir eru staðsettir á lóðum Strandabyggðar og lóðum fyrirtækja og einstaklinga. Gefin var frestur til 12. júní í 2024 til að fjarlægja viðkomandi hlut. Límdir voru rauðir miðar sem tilkynna stjórnvaldsákvörðun um að bíllinn verði fjarlægður".
Nú er staðan þannig að sveitarfélaginu hefur verið falið af heilbrigðisyfirvöldum, að "sjá um að fjarlægja númerslausar bifreiðar, þar sem eigendur þeirra hafa ekki sinnt tilmælum nefndarinnar".
Þeir bíleigendur sem eiga hér hlut að máli, mega því búast við að bílar þeirra verði fjarlægðir af sveitarfélaginu á næstu dögum og vikum og geymdir í porti Sorpsalagsins. Vonandi kemur ekki til þess og eru bíleigendur hvattir til að hafa samband við sveitarstjóra eða starfsmenn Sorpsamlagsins sem fyrst.
Kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti
Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða var hér nýlega og límdi miða á bíla hér á Hólmavík. Í bréfi frá Heilbrigðiseftirlitinu sem barst nýlega, kemur fram eftirfarandi:
"Þann 29. maí 2024. fóru starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða í eftirlitsferð um Hólmavík. Límdar voru tilkynningar á númerslausa bíla, samtals 22 stk. Bílarnir eru staðsettir á lóðum Strandabyggðar og lóðum fyrirtækja og einstaklinga. Gefin var frestur til 12. júní í 2024 til að fjarlægja viðkomandi hlut. Límdir voru rauðir miðar sem tilkynna stjórnvaldsákvörðun um að bíllinn verði fjarlægður".
Nú er staðan þannig að sveitarfélaginu hefur verið falið af heilbrigðisyfirvöldum, að "sjá um að fjarlægja númerslausar bifreiðar, þar sem eigendur þeirra hafa ekki sinnt tilmælum nefndarinnar".
Þeir bíleigendur sem eiga hér hlut að máli, mega því búast við að bílar þeirra verði fjarlægðir af sveitarfélaginu á næstu dögum og vikum og geymdir í porti Sorpsalagsins. Vonandi kemur ekki til þess og eru bíleigendur hvattir til að hafa samband við sveitarstjóra eða starfsmenn Sorpsamlagsins sem fyrst.
Kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti