Má bjóða þér aðstoð?
| 11. júní 2014
Vinnuskólinn er hafinn og nú vinnur unga fólkið í Strandabyggð hörðum höndum að því að fegra umhverfið með ýmsum hætti. Verkefnin eru mörg og mikilvæg og dugnaðurinn ekki síður mikill.
Hægt er að hafa samband við Skrifstofu Strandabyggðar og óska eftir þjónustu Vinnuskólans til fyrirtækja og á einkalóðum. Eldri borgarar eru í forgangi hvað þessa þjónustu varðar og hljóta gjaldfrjálsa þjónustu tveggja ungmenna í einn vinnudag, eftir það greiða þeir til jafns við aðra. Gjaldið fyrir þjónustu vinnuskólans er 750 kr. á klukkustund fyrir hvern einstakling en hægt er að panta ákveðið marga og í fyrirframákveðinn tíma.
Endilega pantið sem fyrst því Vinnuskólinn starfar aðeins í fimm vikur. Athugið að viðhald eigna sveitarfélagsins og aðstoð á einkalóðum eldri borgara er í forgangi fyrir aðra útselda vinnu
Hægt er að hafa samband við Skrifstofu Strandabyggðar og óska eftir þjónustu Vinnuskólans til fyrirtækja og á einkalóðum. Eldri borgarar eru í forgangi hvað þessa þjónustu varðar og hljóta gjaldfrjálsa þjónustu tveggja ungmenna í einn vinnudag, eftir það greiða þeir til jafns við aðra. Gjaldið fyrir þjónustu vinnuskólans er 750 kr. á klukkustund fyrir hvern einstakling en hægt er að panta ákveðið marga og í fyrirframákveðinn tíma.
Endilega pantið sem fyrst því Vinnuskólinn starfar aðeins í fimm vikur. Athugið að viðhald eigna sveitarfélagsins og aðstoð á einkalóðum eldri borgara er í forgangi fyrir aðra útselda vinnu