A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Malbikun á Hólmavík

Þorgeir Pálsson | 08. júlí 2024
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Eins og þið hafið án efa orðið vör við, hófst malbikun í dag og er það vissulega gleðiefni, þó ekki náist að malbika allt sem til stóð á þessu ári.  Aukinn kostnaður við grunnskólann varð þess valdandi að vissum malbikunarframkvæmdum var frestað.

En, í þessari törn verður afar lélegur kafli á Kópnesbraut malbikaður.  Einnig verður Miðtúnið mablikað sem og Vitabrautin upp með ráðhúsinu, en sá kafli var farinn að skemmast.  Þá verður haldið áfram að malbika á Skeiði, þar sem fyrirhugað er að byggja upp aukna þjónustu við bíleigendur.

Malbikun á Skjaldbökuslóð frestast og hugsanlega verður farið í að kalla eftir hugmyndum um hönnun Skjaldbökuslóðar og nærumhverfis.  Einnig er til umræðu að fara í hugmyndasamkeppni um hönnun og skipulag á Plássinu.  

Allt miðar þetta að því að byggja samfélagið okkar upp og bæta innviðina.

Óhjákvæmilega þarf að loka fyrir umferð þar sem verið er að malbika hverju sinni og vonum við að íbúar sýni því skilning.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón