A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Meira um Wilson Skaw

Þorgeir Pálsson | 26. apríl 2023
Kæri íbúar Strandabyggðar,

Strandabyggð barst í gær, 25.4. beiðni frá Landhelgisgæslunni um að fá að koma Wilson Skaw fyrir við akkeri innan hafnarsvæðis sveitarfélagsins u.þ.b. 0,5 sjómílur SA- af hafnarmynni Hólmavíkurhafnar á meðan næstu skref væru metin og mögulega á meðan bráðarbirgðaviðgerð fer fram.

 

Staðsetning skipsins er valin með það í huga að skipið hafi ekki nein áhrif á siglingaleiðina til Hólmavíkur.  Einfalt er að auki að draga skipið burt, gerist þess þörf.

 

Ekki hefur komið til álita að taka skipið upp að bryggju, enda ristir það dýpra en höfnin leyfir (6,0 m), eins og eflaust margir hafa tekið eftir er skipið djúprist að aftan um 6,8 metra og ekki hægt að breyta því þar sem göt eru komin á tanka skipsins að framan  sem venjulega eru fylltir af sjó til þess að rétta af djúpristuna.  Það hefur komið til álita hvort hægt væri að færa farminn til í skipinu til þess að minnka djúpristuna að aftan og koma því til hafnar en engin ákvörðum um það hefur verið tekin, hvorki af útgerð né björgunaraðilum, enda ekki ljóst það sé nægjanlegt til þess að skipið komist að höfninni.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
Oddviti

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón