Menningardvöl á Hólmavík
Sveitarfélagið Strandabyggð óskar eftir umsóknum um menningardvöl í húsnæði sveitarfélagsins sumarið 2020. Strandabyggð vill auka lista- og menningarlíf sveitarfélagsins og óskar eftir umsóknum frá listamönnum/listhópum, fræðafólki eða öðrum sem vinna að menningarmálum. Húsnæðið býðst gjaldfrjálst en í staðinn leggja dvalargestir fram einhversskonar viðburð eða kynningu í sveitarfélaginu.
Hægt er að sækja um dvöl frá 1. júní – 15. ágúst í styttri eða lengri tíma. Húsnæðið sem þjónar hlutverki dreifnáms á veturnar, samanstendur af fullbúnu eldhúsi, 2 salernum, 2 herbergjum og stofu sem hægt væri að nýta sem vinnustofu að hluta eða heild. Því miður er ekki aðgengi fyrir fatlaða þar sem íbúðin er á 2. hæð.
Umsóknarfrestur er frá 15.apríl– 10. maí og skal sækja um á þar til gerðu umsóknareyðublaði sem má finna hér. Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar fer yfir umsóknir og verður úthlutun tilkynnt umsækjendum eigi síðar en 15. maí.
Frekari upplýsingar gefur tómstundafulltrúi:
Aðalbjörg S. Sigurvaldadóttir
tomstundafulltrui@strandabyggd.is
Cultural stay in Holmavik
The municipality of Strandabyggd is inviting applications for a cultural residency in the council´s facilities for the summer of 2020. Strandabyggd seeks to promote the municipality´s arts and culture and wishes for applications from artists/art groups, scholars, or others who are active in cultural activities.
The facilities are offered free of charge, in return the guests will contribute some sort of event or promotion in the municipality.
The residency can be applied for from june 1. - august 15. for a shorter or longer period. The facilities, which serve as a center for distributed learning during the winter, consist of a fully equipped kitchen, two toilets, two bedrooms and a living room that could be utilized as a workshop wholly or in part.
The application period is from april 15. – may 10. and the applications must be lodged using this form. The applicants will be notified no later than may 15.
For further information contact:
Aðalbjörg S. Sigurvaldadóttir
tomstundafulltrui@strandabyggd.is