Menningarverðlaun 2020
Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar (TÍM-nefnd) auglýsir eftir tilnefningum til Menningarverðlauna Strandabyggðar árið 2020.
Í ár verður Lóan, menningarverðlaun Strandabyggðar, veitt í ellefta skiptið. Verðlaunin eru veitt árlega til einstaklings, félags, stofnunar, fyrirtækis eða hóps fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar í sveitarfélaginu á liðnu ári.
Öflugt lista og menningarstarf er verðmætt öllum samfélögum, stórum jafnt sem smáum. Því er dýrmætt að staldra lítið eitt við og verðlauna það sem vel er gert.
Nú er um að gera að leggja hausinn í bleyti og velja verðuga tilnefningu. Þeim má síðan skila, ásamt rökstuðningi, á skrifstofu Strandabyggðar eða á netfangið eirikur@strandabyggd.is til kl.12:00 miðvikudaginn 24. júní.
TÍM-nefndin skipar dómnefnd sem velur úr innsendum tillögum.
Hér má sjá fyrri verðlaunahafa:
Ár | Menningarverðlaun | Sérstök viðurkenning | Heiðursverðlaun |
2010 | Grunnskóli/leikf/tónsk | Sigurður Atlason | |
2011 | Þjóðfræðistofa | Leikfélag Hólmavíkur | |
2012 | Einar Hákonarson | Sauðfjársetur á Ströndum | |
2013 | Sauðfjársetur | Viðar Guðmundsson | |
2014 | Leikfélag Hólmavíkur | ||
2015 | Sigríður Óladóttir | Galdrasýning á Ströndum | |
2016 | Sauðfjársetur | Birkir og Sigga | |
2017 | Steinshús | Esther Ösp Valdimarsdóttir | |
2018 | Dagrún Ósk Nátturbarnaskólinn | Ása Ketilsdóttir | |
2019 | Leikfélag Hólmavíkur | Sunneva Þórðardóttir |
Með kveðju
Eiríkur Valdimarsson