Minnum á íbúafundinn þann 5. apríl 2016
| 21. mars 2016
Þriðjudaginn 5. apríl verður haldinn íbúafundur í Félagsheimilinu á Hólmavík milli kl. 17:00 og 19:00 í tengslum við stefnumótunarvinnu sveitarfélagsins. Á fundinum mun Þorgeir Pálsson fara yfir helstu niðurstöður úr íbúakönnun sem framkvæmd var dagana 13. – 21. janúar sl. Í framhaldi af því verður farið í hugmyndavinnu og forgangsröðun verkefna, með það að leiðarljósi að efla samfélagið og gera Strandabyggð áhuga- og eftirsóknarverðari að búa í.
Hvað viljum við gera og hvað getum við gert?
Þátttaka í íbúafundi sem þessum gefur okkur öllum tækifæri til þess að hafa áhrif á mótun umhverfis og framtíðar. Allir íbúar eru hvattir til að koma og taka þátt.
Hlökkum til að sjá ykkur öll í Félagsheimilinu þann 5. apríl kl. 17:00.