Mötuneyti
Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 06. október 2023
Gengið hefur verið frá samningum um mötuneyti fyrir leik- og grunnskóla. Raimonda Serekaite-Kiziria og Sigrún María Kolbeinsdóttir hafa tekið að sér umsjón mötuneytisins að minnsta kosti fram í desember.
Raimonda og Sigrún María eru starfmenn sameinaðs leik-, grunn- og tónskóla á Hólmavík og hafa séð um matseld fyrir skólann frá því í byrjun september sl. Það er ánægjulegt að nú sé framhald á því starfi tryggt.
Eldað verður í eldhúsi félagsheimilis og matur bæði borinn fram þar fyrir nemendur og starfsfólk grunnskóla og sendur í leikskóla fyrir börn og starfsfólk þar.
Auglýst hefur verið 62,5% starf við aðstoð í mötuneyti leikskólans og er umsóknarfrestur um það starf til hádegis 13. október nk.