Náttúrubarnahátíð á Ströndum 2020
Fjölskylduhátíðin Náttúrubarnahátíð á Ströndum verður haldin laugardaginn 11. júlí nú í sumar. Hátíðin fer fram á Sauðfjársetrinu á Ströndum.
Þetta er í fjórða skipti sem hátíðin er haldin en þetta sumarið verður hún með örlítið óhefðbundnu sniði og fer til dæmis fram á einum degi en ekki þrem líkt og áður. Á hátíðinni fá allir gestir, bæði börn og fullorðnir, kjörið tækifæri til að finna eða rækta sitt innra náttúrubarn á fjölbreyttum viðburðum sem flétta saman skemmtun og fróðleik.
Dagskrána má sjá hér:
11:00 Náttúrujóga með Hvatastöðinni
12:00 Rölt eftir stígnum Sjávarslóð og framkvæmdur Veðurgaldur
12:00 Hægt að kaupa súpur og samlokur í Sævangi
12:30 Magnað atriði frá Sirkus Íslands
13:00 Spennandi útismiðja með Jóni Víðis
14:30 Náttúruhljóðsmiðja, hljóðum úr náttúrunni safnað og notuð í tónverk með aðstoð tækninnar, Auður Viðarsdóttir er listrænn stjórnandi smiðjunnar
16:00 Gönguferð í teistuvarpið, kíkt á teistuunga sem búa í kössum í fjörunni
17:00 Strandahestar, bogfimi, opið hús í tilraunastofunni, plastdýragarðinum og fleira
17:00 Hægt að kaupa grillaðar pylsur í Sævangi
19:00 Töfrasýning með Jóni Víðis
20:00 Stuðboltinn Raggi Torfa stjórnar fjörusöng
21:30 Trölla- og draugasögur í Sagnahúsinu
Það er frítt á öll atriði hátíðarinnar. Frítt verður líka á sögusýningar Sauðfjársetursins á laugardaginn og frábær tilboð á Kaffi kind alla helgina.
Fyrir nánari upplýsingar er hægt að kynna sér hátíðina á Facebook síðu Náttúrubarnaskólans, á natturubarnaskoli@gmail.com eða hjá Dagrúnu í síma 661-2213.