A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Náttúrubarnahátíð á Ströndum 2021

Salbjörg Engilbertsdóttir | 06. júlí 2021

Helgina 9.-11. júlí verður Náttúrubarnahátíð á Ströndum haldin með pompi og prakt í fimmta skiptið á Sauðfjársetrinu í Sævangi. Þetta er fjölskylduhátíð þar sem gestir, börn og fullorðnir, fá kjörið tækifæri til að finna eða rækta sitt innra náttúrubarn á fjölbreyttum viðburðum sem einkennast af útivist, fróðleik og skemmtun.

Það er Náttúrubarnaskólinn sem stendur fyrir hátíðinni. „Hátíðin hefst á föstudegi og fer að mestu fram utandyra, svo við hefjum hana á því að framkvæma veðurgaldur, til að tryggja gott veður um helgina,“ segir Dagrún. „Skipulagningin gengur mjög vel, við erum með glæsilega dagskrá, fjölbreytt og skemmtileg atriði, tónlist, spennandi smiðjur, gönguferðir og útivist,“ bætir Dagrún við.

Það er frítt á öll atriði hátíðarinnar en hún er styrkt af Uppbyggingasjóði Vestfjarða, Sterkum Ströndum og Orkubúi Vestfjarða. Það er hægt að kaupa súpu, grillaðar pylsur, samlokur og ís í Sævangi alla helgina.


Dagskrá:
Föstudagur 9. júlí
17:00 Fjölskyldu gönguferð í fjörunni
18:30 Setning hátíðarinnar og veðurgaldur
18:30 Hægt að kaupa súpu og grillaðar pylsur (grænmetis og ekki) í Sævangi
19:00 Frábærir fjölskyldutónleikar með Sauðatónum
20:00 Náttúrubarnakviss: Spennandi spurningaleikur fyrir alla fjölskyldunna

 

Laugardagur 10. júlí
12:00 Núvitundarævintýri með Kyrrðarkrafti
13:00 Mögnuð töfrasýning með Einari Aroni
13:30 Náttúrufjör: Bogfimi, hestar, eldsmiðja, opið hús í tilraunastofunni, náttúrubingó, ljósmyndamaraþon, útileikföng, grillaðar pylsur (grænmetis og ekki)
15:00 Furðufuglasmiðja með Þykjó
16:30 Fuglafjör: Trítlað um teistuvarpið
17:30 Klassískir útileikir í Sævangi
18:00 Hægt að kaupa grillaðar pylsur og súpu (grænmetis og ekki)
20:00 Kvöldskemmtun með Gunna og Felix
21:30 Drauga- og tröllasögur í Sagnahúsinu

 

Sunnudagur 11. júlí
11:00 Náttúrubarnajóga
12:00 Stjörnu Sævar og undur jarðar
13:00 Benedikt búálfur og Dídí mannabarn
13:30 Náttúrusmiðja með Arfistanum
15:30 Fjölskylduplokk

 

Við hvetjum náttúrubörn á öllum aldri til að koma og skemmta sér saman, það þarf ekki að skrá sig, heldur er nóg að mæta. Við hlökkum til að sjá ykkur!

Hægt er að kynna sér hátíðina á Facebook síðu Náttúrubarnaskólans, á natturubarnaskoli@gmail.com eða hjá Dagrúnu í síma 661-2213.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón