A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Ný tækifæri

| 28. september 2020

Kæru íbúar Strandabyggðar og aðrir, 

Því er gjarnan haldið fram, að sókn sé besta vörnin og það á kannski einmitt við nú þegar Strandabyggð glímir við afleiðingar niðurskurðar á framlögum Jöfnunarsjóðs, sem hafa verið skert um rúmar 70 milljónir á þessu ári.  Aðhald og hagræðing er eðlileg afleiðing af slíkum niðurskurði.

Á sama tíma má ekki gleyma því að horfa til framtíðar.  Hér í Strandabyggð hefur lengi verið augljós skortur á skrifstofuhúsnæði og hefur það staðið okkur fyrir þrifum hvað það varðar t.d. að sækja í störf án staðsetningar.  Það er erfitt að hvetja fyrirtæki og einstaklinga til að setja upp fyrirtæki og rekstur há á Hólmavík, án húsnæðis.

Nú hefur opnast nýtt tækifæri hvað þetta varðar.  Sveitarstjórn hefur ákveðið að kaupa miðhæð og kjallara Hafnarbrautar 25, þar sem Arionbanki var áður.  Skrifstofa Strandabyggðar mun færa sig yfir í húsið á næstu vikum og koma sér fyrir þar, í samneyti við Sýslumanninn á Vestfjörðum, sem verður áfram á efstu hæðinni.  Má segja að þarna sé komið Stjórnsýsluhús Strandabyggðar.  Við þetta losna amk fimm herbergi í Þróunarsetrinu og verður settur kraftur í að auglýsa þau til einstaklinga og fyrirtækja, bæði heimamanna sem og utanaðkomandi. Það er von okkar að með þessu náist tvennt;  að skapa þægilegri aðkomu að skrifstofu sveitarfélagsins og efla nýsköpun og frumkvöðlastarf í Þróunarsetrinu á sama tíma. 

Þótt aðstæður séu um margt sérstakar og fjárfesting af þessi tagi ekki augljós framkvæmd, er það trú okkar að með þessu séum við að skapa ný tækifæri til framtíðar, sem muni styrkja atvinnulíf í og stjórnsýslu Strandabyggðar.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
Sveitarstjóri Strandabyggðar

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón