A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Ný verkefni - styrkir - fjármögnun - uppbygging

| 03. maí 2020
Sæl öll,

Í því árferði sem nú ríkir, eru margir sem hugleiða ný verkefni, nýjar leiðir til að efla reksturinn eða mæta erfiðleikum í rekstri sökum áhrifa Covid-19.  Vestfjarðastofa er einn þeirra aðila sem býður styrki og hefur að auki góða yfirsýn yfir styrkjamöguleika almennt.  Hægt er að sækja sér upplýsingar um mögulega styrki, ráðgjöf og aðstoð varðandi styrkumsóknir og því er rétt að skoða vel heimasíðu Vestfjarðastofu þessa dagana.

Þegar kemur að umfjöllun um hugsanlega styrki í boði, er listinn nokkuð langur og hér er slóð á þá umfjöllun:

https://www.vestfirdir.is/is/radgjof-atvinnuthroun/styrkumsoknir?fbclid=IwAR1a8Nkj3Ul2rZw_JfqPZ8m2RyM_7Hc_fk0jeGOPzeVCXMFk8mtJL83Zm84

Hér má nefna nokkur dæmi:
  • Átaksverkefni Vestfjarðastofu.  Hér er kallað eftir hugmyndum að verkefnum og rennur frestur til að skila þeim inn nú í dag, á miðnætti
  • Tónlistarsjóður (Rannís).  Hér má sækja um styrk til tónlistarverkefna.  Umsóknarfrestur 8. maí n.k.
  • Nýsköpunarsjóður námsmanna.  Hér ættu að vera spennandi tækifæri fyrir námsmenn sem leita sér verkefna þessa dagana.  Umsóknarfrestur er 8. maí n.k.
  • Áfram Árneshreppur.  Hér er hægt að sækja um styrk til verkefna sem efla samfélagið í Árneshreppi og er umsóknarfrestur 11. maí n.k.
  • Öll vötn til Dýrafjarðar, Frumkvæðissjóður. Hér er um að ræða verkefni sem styrkja samfélagið á Þingeyri.  Umsóknarfrestur er til 14. maí n.k.
Svona mætti halda áfram að telja upp styrkmöguleika sem kynntir eru á heimasíðu Vestfjarðarstofu.  þetta eru aðeins nokkur dæmi og því hvet ég áhugasama til að kynna sér heimasíðuna og leita frekari upplýsinga hjá Vestfjarðastofu.

Strandabyggð leitar nú, líkt og önnur sveitarfélög, leiða til að styrkja atvinnulífið og finna eitthvert mótvægi við fyrirsjáanlegan samdrátt í rekstri vegna Covid-19.  Ferðaþjónustufyrirtækin eru þar sérstaklega illa sett mörg hver.  Erfitt er að sjá annað en að mikill samdráttur verið í rekstri, afbókanir eru miklar nú þegar og ljóst að þetta ferðasumar verður mörgum erfitt.  Það er engu að síður mikilvægt að leita leiða til að lina höggið.  Margir munu hugsanlega huga að viðhaldi eigna, nýsköpun í vöruframboði eða leita að nýju fjármagni og/eða aðkomu nýrra hluthafa til að styrkja reksturinn til framtíðar.  Þetta á eftir að koma í ljós, en það er mikilvægt að vera sérstaklega vakandi fyrir styrkmöguleikum og fylgjast með umræðu um úrræði stjórnvalda til handa atvinnulífi og sveitarfélögum.  Sú mynd skýrist, smám saman.

Brothættar byggðir.  Strandabyggð er nú hluti af verkefni Byggðastofnunar, Brothættar byggðir.  Framundan er íbúafundur sem án efa verður netfundur og eins verða kynntir styrkjamöguleikar á vegum verkefnisins, síðar á árinu.  Einstaklingar og fyrirtæki í Strandabyggð ættu því að fylgjast vel með allri umfjöllun um þátttöku Strandabyggðar í Brothættum byggðum á næstunni. 

Með þessum pistli var meiningin að benda á nokkra möguleika sem standa einstaklingum og atvinnulífi til boða, hvað varðar styrki til atvinnusköpunar og uppbyggingar.  Það er mikilvægara nú sem aldrei fyrr, að skoða alla möguleika, endurvinna gamlar hugmyndir og taka þátt í umræðunni um uppbyggingu mannlífs og atvinnulífs í Strandabyggð sem og annars staðar.

Sveitarfélagið mun koma að þessari umræðu eins og kostur er á næstu vikum og mánuðum.

Kveðja
Þorgeir Pálsson,
Sveitarstjóri Strandabyggðar



Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón