A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Nýr félagsmálastjóri Félagsþjónustu Stranda og Reykhóla

| 18. september 2020

Gengið hefur verið frá ráðningu í starf félagsmálastjóra og er það Soffía Guðrún Guðmundsdóttir sem tekur við starfinu. 

Soffía Guðrún er með víðtæka menntun og reynslu sem mun án efa nýtast vel í starfið.  Hún er með  M.A. próf í félagsráðgjöf til starfsréttinda frá Háskóla Íslands, B.A. próf í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands, M.A. próf í kynjafræði frá Háskóla Íslands, B.A. próf í félags- og þjóðfræði frá Háskóla Íslands og Stúdentspróf frá Verslunarskóla Íslands vor 1986.

Hún hefur m.a. starfað við félagsráðgjöf í Rygge í Noregi, sem verkefnastjóri við félagsmiðstöðina í Bólstaðarhlíð, móttökuritari hjá landlæknisembættinu, skrifstofustjóri/læknaritari á lyflækningadeild LHS, ritari sóttvarnarlæknis við landlæknisembættið, auk starfa sem starfsmaður á sambýlum, athvarfi fyrir geðfatlaða, frístundaheimilum og hjá félagasamtökum.

Við bjóðum Soffíu Guðrúnu og fjölskyldu hennar velkomna á Strandir og væntum mikils af henni í þessu þýðingarmikla starfi í okkar samfélagi.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón