Nýr vefur leikskólans Lækjarbrekku opnaður
| 05. desember 2012
Á fjölmennum foreldrafundi á Leikskólanum Lækjarbrekku í kvöld var afhjúpaður nýr vefur leikskólans, en hann hefur verið í smíðum undanfarna mánuði. Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir leikskólastjóri og Arnar Snæberg Jónsson tómstundafulltrúi settu upp og útbjuggu vefinn, en Snerpa á Ísafirði sá um alla forritun, enda vefurinn settur upp í vefumsjónarkerfinu Snerpli. Hann leysir af hólmi eldri vef sem hýstur var á 123.is kerfinu. Á vefnum eru margskonar upplýsingar um hið fjölbreytta starf sem fram fer hjá starfsfólki og nemendum á Lækjarbrekku.
Hægt er að skoða vefinn með því að smella hér.
Hægt er að skoða vefinn með því að smella hér.