Nýsköpun og verðmætasköpun í sauðfjárbúskap
Þorgeir Pálsson | 27. júní 2023
Tækifæri til verðmætasköpunar - Strandabyggð - boð til samtals
Fjórðungssamband Vestfirðinga (FV), Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) standa sameiginlega að verkefni til að efla byggð á landsvæðum sem eiga mest undir sauðfjárrækt. Markmið verkefnisins er að hvetja til nýsköpunar og verðmætasköpunar.
Tækifæragreining er fyrsta skrefið við framkvæmd verkefnisins. Hlédís Sveinsdóttir og Björn Bjarnason sem unnu að gerð tillagna að baki fyrstu landbúnaðarstefnunni sem Alþingi samþykkti nú 1. júní 2023 vinna að
Tækifæragreining er fyrsta skrefið við framkvæmd verkefnisins. Hlédís Sveinsdóttir og Björn Bjarnason sem unnu að gerð tillagna að baki fyrstu landbúnaðarstefnunni sem Alþingi samþykkti nú 1. júní 2023 vinna að
greiningunni. Dagana 28. júní til 4. júlí verða þau á ferð til að hlusta og fræðast.
Markmið þeirra er að heyra sjónarmið sem flestra.
Við bjóðum því til opins samtals:
Milli klukkan 15:30 -18:00, föstudaginn 30. júní í Hnyðju, Þróunarsetrinu á Hólmavík ... við yrðum þakklát að heyra í sem flestum.
Öllum er velkomið að kynna hugmyndir í samtölum við þau Hlédísi og Björn eða með því að senda þær á netfangið hlediss@gmail.com