A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Nýtt deiliskipulag fyrir frístundabyggð í landi Skeljavíkur við Hólmavík í Strandabyggð.

| 11. janúar 2017

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti á fundi sínum 13. desember  2016 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir frístundabyggð í Skeljavík við Hólmavík samkvæmt  1. mgr.  41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulagstillagan er í samræmi við Aðalskipulag Strandabyggðar 2010-2022 sem  staðfest var 21. júní 2011 en samkvæmt því er skipulagssvæðið skilgreint sem svæði fyrir frístundabyggð F2.  Aðliggjandi að norðan og vestan er opið svæði til sérstakra nota og
óbyggt svæði og sunnan við er atvinnusvæði.

Markmið deiliskipulagsins er að efla frístundabyggð innan þéttbýlismarka sveitarfélagsins vegna nálægðar við þjónustu m.a. í þeim tilgangi að skapa fólki fjölþætta aðstöðu á svæðinu og lengja dvalartíma þess.

Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á skrifstofu Strandabyggðar, Höfðagötu 3 á Hólmavík og á heimasíðu Strandabyggðar,  www.strandabyggd.is  frá og með 10. janúar 2017 til og með 22. febrúar 2017.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.  Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 22. febrúar 2017.

Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Strandabyggðar, Höfðagötu 3, 510 Hólmavík eða á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is   

Þeir sem ekki gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni.


Uppdráttur
Greinargerð 

 

Hólmavík 6. janúar 2017.

 

Gísli Gunnlaugsson

skipulags- og byggingarfulltrúi

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón