A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Ökumenn hvattir til að vera vakandi yfir hvar þeir leggja

| 20. febrúar 2012
Af gefnu tilefni vill Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps beina þeim tilmælum til ökumanna að vinsamlegast ekki leggja bílum sínum fyrir framan merkt bílastæði fyrir hreyfihamlað fólk fyrir utan Kaupfélag Steingrímsfjarðar á Hólmavík. Því miður hefur borið á því þegar hreyfihamlaðir einstaklingar hafa ætlað að nýta sér bílastæðið, að öðrum bílum er lagt fyrir framan það sem kemur í veg fyrir mögulega notkun á stæðinu.

Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps hvetur fyrirtæki og stofnanir til að taka Kaupfélag Steingrímsfjarðar sér til fyrirmyndar og bæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða að þeirri þjónustu sem veitt er á Ströndum og Reykhólahreppi.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón