A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Opið fyrir athugasemdir vegna Aðalskipulags Strandabyggðar 2021-2033

Heiðrún Harðardóttir | 30. desember 2024

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti á fundi sínum 12. nóvember 2024 tillögu að Aðalskipulagi Strandabyggðar 2021-2033 með minniháttar lagfæringum til að bregðast við framkomnum ábendingum Skipulagsstofnunar. 

Um er að ræða heildarendurskoðun á gildandi Aðalskipulagi Strandabyggðar 2010 - 2022

Í aðalskipulagi ber sveitarfélögum að setja fram stefnu og ákvarðanir sveitarstjórnar um framtíðarnotkun lands og fyrirkomulag byggðar, um landnotkun, byggðaþróun og mynstur, samgöngu‐ og þjónustukerfi og atvinnu‐ og umhverfismál.

Aðalskipulag skal haft til grundvallar við gerð annarra áætlana er snerta ráðstöfun lands á einn eða annan hátt og aðrar skipulagsáætlanir innan sveitarfélagsins skulu vera í samræmi við aðalskipulag.

Búið er að opna fyrir athugasemdir á Endurskoðuðu Aðalskipulagi Strandabyggðar 2021-2033 hér: Skipulagsgáttin

Opið er fyrir athugasemdir til 14. febrúar 2025.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón