Opið fyrir umsóknir í Vinnuskólann
Vinnuskóli Strandabyggðar er metnaðarfullt tómstundastarf unnið í samstarfi tómstundafulltrúa, áhaldahúss, Náttúrubarnaskólans og ungmenna á svæðinu.
Í vinnuskólanum er unglingum skapað öruggt og gefandi starfsumhverfi þar sem ungmenni kynnast fjölbreyttum störfum, temja sér vinnusiðferði og marka sér stefnu fyrir framtíðina.
Í sumar verður boðið upp á Vinnuskóla fyrir börn fædd árin 2000-2004 verður jafnframt boðið upp á skapandi sumarstörf í samstarfi við Náttúrubarnaskólann. Markmiðið er meðal annars að virkja sköpunargáfuna og læra sjálfstæð vinnubrögð. Hluti starfsins mun fara fram á Hólmavík og hluti þess á Sauðfjársetri á Ströndum.
Ef einhver þarfnast sérstakra ráðstafana vegna búsetu, vinnugetu eða hvers sem er, þá þarf bara að hafa samband við Esther tómstundafulltrúa með góðum fyrirvara. Allir eiga að geta tekið virkan þátt í Vinnuskólanum.
Tekið er við umsóknum í Vinnuskólann til og með 7. maí en umsókninrnar má nálgars á þessum hlekk og þarf að skila rafrænt. Nánari upplýsingar og reglur Vinnuskólans má nálgast hér.