Opið hús hjá Strandabyggð og Þróunarsetri
Föstudaginn 1. apríl verður opið hús milli kl. 15:00 og 17:00 í Þróunarsetrinu að Höfðagötu 3 á Hólmavík. Boðið verður upp á kaffisopa og vöfflur fyrir gesti og gangandi og starfsmenn segja frá starfsemi sinna stofnanna og fyrirtækja. Ekki er langt síðan Strandabyggð flutti höfuðstöðvar sínar í húsið, en sveitarfélagið rekur nú öfluga starfsemi í fimm skrifstofum á miðhæðinni. Auk þess eru Menningarráð Vestfjarða, Náttúrustofa Vestfjarða, Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Verkalýðsfélag Vestfirðinga og Þjóðfræðistofa á Ströndum með skrifstofuaðstöðu í Þróunarsetrinu. Allir sem áhuga hafa eru hvattir til að líta við og kynna sér starfsemina og hina nýju aðstöðu Strandabyggðar.
ATH. Opna húsið er ekki aprílgabb þó að dagsetningin gefi það til kynna! :)