A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Opnir fundir í Strandabyggð

Þorgeir Pálsson | 14. febrúar 2025
Mynd: Jón Halldórsson
Mynd: Jón Halldórsson

Kæru íbúar Strandabyggðar,

Það eru tveir opnir fundir framundan í Strandabyggð. 

Miðvikudaginn 19. febrúar er opinn kynningarfundur í Félagsheimilinu þar sem fram fer kynning nýju Aðalskipulagi Strandabyggðar 2021-2033.  Fulltrúar frá Landmótun verða á fundinum og kynna aðalskipulagið og einnig verða þar fulltrúar frá Fasteignaumsýslunni og kynna áform um byggingu hótels á Hólmavík.  Við hvetjum íbúa til að fjölmenna og kynna sér þær áherslur sem nýtt aðalskipulag felur í sér og þá uppbyggingu sem er framundan á Hólmavík.  Fundurinn hefst kl 17.30.

Fimmtudaginn 20. febrúar er síðan lokaíbúafundur Sterkra Stranda sem einnig er haldinn í Félagsheimilinu. Þar verður sagt frá íbúakönnun sem staðið hefur yfir að undanförnu,  farið yfir stöðu einstakra verkefna og unnið í hópavinnu varðandi ávinning verkefnisins.  Fundarstjóri verður Aðalsteinn Óskarsson, sviðsstjóri byggðamála, hjá Vestfjarðastofu. Boðið verður upp á súpu, brauð og kaffi á fundinum. Fundurinn hefst kl 18.00.

Það er mikið að gerast í Strandabyggð þessa dagana og við hvetjum íbúa til að taka virkan þátt í umræðunni. 

Áfram Strandabyggð!

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón