Ósk eftir tilnefningum um íþróttamann ársins 2018
Salbjörg Engilbertsdóttir | 13. desember 2018
Auglýst er eftir tilnefningum um íþróttamann ársins 2018 í Strandabyggð. Senda skal tilnefningar og stuttan rökstuðning á netfangið adalbjorgi@strandabyggd.is eigi síðar en 6. janúar. Allir mega senda inn tilnefningu og frjálst er að nefna fleiri en einn aðila en viðkomandi þurfa að hafa haft lögheimili í Strandabyggð á síðastliðnu ári. Samkvæmt reglugerð um útnefningu á íþróttamanni ársins hefur Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd umsjón með valinu á ári hverju. Upplýst verður um valið á íþróttahátíð og lýheilsuhátíð Grunnskólans á Hólmavík mánudaginn 17. janúar 2019.
Útnefningin er fyrst og fremst hugsuð sem viðurkenning fyrir íþróttaafrek, framlag til íþróttastarfs og hvatning til frekari afreka. Viðurkenningin var fyrst veitt með þessu sniði fyrir árið 2012, þá hlaut Ingibjörg Emilsdóttir nafnbótina íþróttakona ársins og Jamison Ólafur Johnson hlaut sérstök hvatningarverðlaun. Sigríður Drífa Þórólfsdóttir var hins vegar valin íþróttakona ársins 2013 en Trausti Rafn Björnsson hlaut þá sérstök hvatningarverðlaun. Árið 2014 hlaut Jamison Ólafur Johnsson titilinn og sérstök hvatningarverðlaun hlaut Ingibjörg Benediktsdóttir. Íþróttamaður ársins 2015 er Rósmundur Númason og Vala Friðriksdóttir hlaut sérstök hvatningarverðlaun. Árið 2016 hlaut Ragnar Bragason titilinn og sérstök hvatningarverðlaun hlaut Friðrik Heiðar Vignisson. Árið 2017 hlaut Jón Eðvald Halldórsson titilinn og sérstök hvatningarverðlaun hlaut Hilmar Tryggvi Kristjánsson. Handhafi viðurkenningarinnar hlítur farandsbikar í vörslu í eitt ár sem íþróttafélag lögreglumanna á Hólmavík gefur.
Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar hvetur alla til að nýta þetta tækifæri til að minnast þeirra afreka sem íþróttafólk okkar hefur unnið á liðnu ári.
Útnefningin er fyrst og fremst hugsuð sem viðurkenning fyrir íþróttaafrek, framlag til íþróttastarfs og hvatning til frekari afreka. Viðurkenningin var fyrst veitt með þessu sniði fyrir árið 2012, þá hlaut Ingibjörg Emilsdóttir nafnbótina íþróttakona ársins og Jamison Ólafur Johnson hlaut sérstök hvatningarverðlaun. Sigríður Drífa Þórólfsdóttir var hins vegar valin íþróttakona ársins 2013 en Trausti Rafn Björnsson hlaut þá sérstök hvatningarverðlaun. Árið 2014 hlaut Jamison Ólafur Johnsson titilinn og sérstök hvatningarverðlaun hlaut Ingibjörg Benediktsdóttir. Íþróttamaður ársins 2015 er Rósmundur Númason og Vala Friðriksdóttir hlaut sérstök hvatningarverðlaun. Árið 2016 hlaut Ragnar Bragason titilinn og sérstök hvatningarverðlaun hlaut Friðrik Heiðar Vignisson. Árið 2017 hlaut Jón Eðvald Halldórsson titilinn og sérstök hvatningarverðlaun hlaut Hilmar Tryggvi Kristjánsson. Handhafi viðurkenningarinnar hlítur farandsbikar í vörslu í eitt ár sem íþróttafélag lögreglumanna á Hólmavík gefur.
Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar hvetur alla til að nýta þetta tækifæri til að minnast þeirra afreka sem íþróttafólk okkar hefur unnið á liðnu ári.