A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Óskað eftir tillögum frá íbúum um tjaldsvæðið á Hólmavík

| 22. september 2010

Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur ákveðið að leita eftir ábendingum og tillögum frá íbúum um hvernig bæta megi aðstöðu við tjaldsvæðið á Hólmavík. Svæðið sem er á skjólsælum stað, rétt við sundlaugina og félagsheimilið á Hólmavík, er afar vinsælt og sló aðsókn að því öll met síðastliðið sumar. Fjöldi gesta hafði þá viðdvöl og var svæðið fullsetið allmarga daga og voru tjöld, vagnar og húsbílar einnig á íþróttavelli innan við svæðið og á grasbala neðan við félagsheimilið. Íbúar eru hvattir til að senda hugmyndir um úrbætur, aðstöðu og afþreyingu, jafnt stórar og smáar, á netfangið holmavik@holmavik.is, merktar "Tjaldsvæði" í síðasta lagi föstudaginn 8. október eða skila þeim á skrifstofu Strandabyggðar að Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík. Frumlegar hugmyndir sem skapað gætu tjaldsvæðinu samkeppnisforskot umfram önnur slík eru sérlega vel þegnar.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón