Ozon á Stíl
| 07. mars 2017
Lið Ozon tók þátt í Stíl, hönnunarkeppni félagsmiðstöðvanna, í Laugardalshöll laugardaginn 4. mars. Um er að ræða metnaðarfulla keppni sem Samfés heldur árlega þar sem unglingar alls staðar að af landinu spreyta sig í hönnun, förðun og hárgreiðslu. Þemað í keppninni í ár var gyðjur og goð.
Fulltrúar Ozon á staðnum voru Elín Victoría Gray, Júlíana Steinunn Sverrisdóttir, Bríanna Jewel Johnson og Guðrún Júlíana Sigurðardóttir en Daníel Freyr Newton, Ásbjörn Nói Jónsson og Alma Lind Ágústsdóttir komu einnig að hönnun og undirbúningi.
Hönnunin var unnin í sérstöku Stílsvali í Grunnskólanum á Hólmavík undir handleiðslu Ástu Þórisdóttur.
Fulltrúar Ozon á staðnum voru Elín Victoría Gray, Júlíana Steinunn Sverrisdóttir, Bríanna Jewel Johnson og Guðrún Júlíana Sigurðardóttir en Daníel Freyr Newton, Ásbjörn Nói Jónsson og Alma Lind Ágústsdóttir komu einnig að hönnun og undirbúningi.
Hönnunin var unnin í sérstöku Stílsvali í Grunnskólanum á Hólmavík undir handleiðslu Ástu Þórisdóttur.