A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Ráðning skólastjórnenda við Grunnskóla Hólmavíkur

| 24. apríl 2013
Hulda Ingibjörg Rafnarsdóttir hefur verið endurráðin skólastjóri við Grunnskóla Hólmavíkur og Ingibjörg Emilsdóttir sem aðstoðarskólastjóri en þær hafa síðastliðinn vetur sinnt þessum störfum við skólann. Alls bárust 6 umsóknir um hvora stöðu en um ráðningarnar sá Þórir Þorvarðvarson hjá Hagvangi auk Andreu K. Jónsdóttur sveitarstjóra.

Hulda Ingibjörg er fædd árið 1965 og útskrifaðist sem grunnskólakennari frá Kennaraháskóla Íslands árið 1995. Þá hefur Hulda lokið diplómanámi í Menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst og hyggst ljúka meistaragráðu í Menningarstjórnun á næstu misserum auk þess að hafa lokið námi í kerfisfræði. Hulda hefur víðtæka og fjölbreytta kennslureynslu, m.a. frá Vatnsendaskóla í Kópavogi og þar áður við kennslu og verkefnastjórn við Háskólann á Bifröst og við Grunnskólann Blönduósi.


Ingibjörg er fædd árið 1975 og útskrifaðist sem grunnskólakennari frá Kennaraháskóla Íslands árið 2006. Ingibjörg hefur starfað við Grunnskólann á Hólmavík frá árinu 2001, nú síðast sem aðstoðarskólastjóri frá síðastliðnu hausti. Undanfarin ár hefur hún sinnt fjölbreyttum kennslustörfum við skólann, m.a. íþróttakennslu, smíðakennslu og umsjónarkennslu í bekkjum auk þess að sinna umsjónarkennslu.


Við óskum þeim stöllum til hamingju með ráðningarnar og velfarnaðar í starfi.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón