Ráðning skólastjórnenda við Grunnskóla Hólmavíkur
Hulda Ingibjörg er fædd árið 1965 og útskrifaðist sem grunnskólakennari frá Kennaraháskóla Íslands árið 1995. Þá hefur Hulda lokið diplómanámi í Menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst og hyggst ljúka meistaragráðu í Menningarstjórnun á næstu misserum auk þess að hafa lokið námi í kerfisfræði. Hulda hefur víðtæka og fjölbreytta kennslureynslu, m.a. frá Vatnsendaskóla í Kópavogi og þar áður við kennslu og verkefnastjórn við Háskólann á Bifröst og við Grunnskólann Blönduósi.
Ingibjörg er fædd árið 1975 og útskrifaðist sem grunnskólakennari frá Kennaraháskóla Íslands árið 2006. Ingibjörg hefur starfað við Grunnskólann á Hólmavík frá árinu 2001, nú síðast sem aðstoðarskólastjóri frá síðastliðnu hausti. Undanfarin ár hefur hún sinnt fjölbreyttum kennslustörfum við skólann, m.a. íþróttakennslu, smíðakennslu og umsjónarkennslu í bekkjum auk þess að sinna umsjónarkennslu.
Við óskum þeim stöllum til hamingju með ráðningarnar og velfarnaðar í starfi.