Rafrænir launaseðlar og rafræn fundarboð
| 11. janúar 2011
Frá og með 1. febrúar 2011 fá starfsmenn sveitarfélagsins Strandabyggðar launaseðla senda á rafrænu formi inn á heimabanka sína og birtast þar undir rafræn skjöl. Ef sérstaklega er óskað eftir útprentuðum seðlum er hægt að senda póst á skrifstofa@holmavik.is
Þá verða fundarboð og fundargögn sveitarstjórnar og nefnda á vegum sveitarfélagsins eingöngu send út í tölvupósti frá og með 1. janúar 2011.
Í nóvember s.l. var óskað eftir hagræðingar- og sparnaðarhugmyndum frá íbúum Strandabyggðar þar sem þessar hugmyndir komu m.a. fram. Með þessum hætti er unnt að draga úr pappírs- og sendingarkostnaði og spara launakostnað á sama tíma og stuðlað er að umhverfisvænni starfsemi.
Þá verða fundarboð og fundargögn sveitarstjórnar og nefnda á vegum sveitarfélagsins eingöngu send út í tölvupósti frá og með 1. janúar 2011.
Í nóvember s.l. var óskað eftir hagræðingar- og sparnaðarhugmyndum frá íbúum Strandabyggðar þar sem þessar hugmyndir komu m.a. fram. Með þessum hætti er unnt að draga úr pappírs- og sendingarkostnaði og spara launakostnað á sama tíma og stuðlað er að umhverfisvænni starfsemi.