A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Réttarsmíði í Kollafirði - tilboð óskast

Þorgeir Pálsson | 10. júní 2024
Strandabyggð óskar eftir tilboðum í réttarsmíði í Kollafirði, í landi Litla Fjarðarhorns. Verklýsing sem byggir á ráðleggingum bænda, og er eftirfarandi:

Fjárfjöldi: Varlega áætlað munu koma 4500 -6000 fjár í réttina. 


Gerð réttar: Sundurrekstrargangur með dilkum. Eingöngu fastar grindur í úthring. Það á einnig við um úthringi hvers og eins dilks og úthringi sundurrekstrargangs. Úthringur og allar milligerðir þurfa að vera fastar og ófjarlægjanlegar til að notagildi haldist.  Réttin sé smíðuð úr efni sem gripum stendur ekki hætta af hvorki eitrunarhætta né slysahætta.

Fjöldi dilka:  9 - 11.

Griðing:  Girða þarf af almenning.

Um stærðir rétta gildir fjallskilasamþykkt Strandasýslu

  "6 gr. Dilkar í fjárréttum skulu vera svo rúmgóðir að enginn þurfi að hleypa út fé fyrr en sundurdrætti er lokið. Skylt er að sjá utansveitarmönnum fyrir nægilegu dilkarými, þá skal vera aðstaða til að einangra sjúkar kindur. Ómerkingum, óskilafé og línubrjótum skulu ætlaðir sérstakir dilkar."

Hönnun og útfærsla: Öll nánari hönnun og útfærsla réttarinnar skal unnin í samráði við bændur og fulltrúa sveitarfélagsins.  Stuðst verður við teikningar af Staðardalsrétt rétt sem eru aðgengilegar á skrifstofu Strandabyggðar.


Verklok: Verktaki skal skila réttinni fullbúinni og tilbúinni fyrir notkun, 9. September 2024, kl 17.00. Dagsektir: Dagsektir skulu reiknast 1% af kostnaðaráætlun verksins. Kostnaðaráætlun er kr. 4.500.000.-

Allar frekari upplýsingar má fá hjá sveitarstjóra; thorgeir@strandabyggd.is

Tilboðum skal skila á skrifstofu Strandabyggðar eða á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is fyrir lok dags 21.júní n.k.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón