Salti landað fyrir Hólmadrang í dag
| 07. janúar 2012
Salti var landað á hafskipabryggjunni í Hólmavíkurhöfn í dag fyrir rækjuvinnsluna Hólmadrang. Verið er að endurnýja stálþil á bryggjunni en hún hefur verið lokuð frá því í september vegna framvkæmdanna sem eru í fullum gangi. Verktakinn Ísar ehf. undirbjó bryggjuna fyrir löndunina ásamt starfsmönnum hafnarinnar en Hólmadrangur greiðir kostnað vegna þessa. Að sögn Sigurðar Marinó Þorvaldssonar hafnarvarðar gekk löndunin mjög vel og er afar gott að geta orðið við þessari beiðni Hólmadrangs. Endurbætur á bryggjunni eru nauðsynlegar og til mikilla bóta fyrir alla hagsmunaaðila þar sem ástand hennar var orðið slæmt. Áætluð verklok vegna endurbyggingar stálþilsins eru 1. mars 2012 og verður farið í útboð á þekjunni í framhaldi af því.