SamVest söngkeppni
| 17. janúar 2014
Í kvöld fer söngkeppni samVest fram á Hólmavík. Keppendur eru hæfileikaríkir unglingar víðs vegar að á Vestfjörðum en þar á meðal eru tvö glæsileg atriði frá Félagsmiðstöðinni Ozon, skipuð unglingum úr Strandabyggð og Kaldrananeshreppi.
Viðburðurinn er haldinn árlega einhversstaðar á Vestfjörðum og hljóta keppendur sem hafna í tveimur efstu sætunum keppnisrétt á söngkeppni Samfés sem haldin er í Laugardalshöllinni í Reykjavík í mars. Að þessu sinni er Samvest söngkeppnin haldin á Hólmavík. Þetta árið er hún sérdeilis glæsileg og er alfarið skipulögð af nemendaráði og öðrum ungmennun í Ozon sem eiga lof skilið fyrir vinnusemi sína, hugmyndaauðgi og dugnað. Því er ekki síður spennandi að koma á keppnina til að sjá afrakstur þeirra í viðburðastjórnun og stiðja við þeirra góða starf en að njóta tónlistar og skemmtiatriði, hvort tveggja sýnir fram á að framtíðin sé björt og að ungu fólki á Vestfjörðum sé margt til lista lagt.
Keppnin hefst klukkan 19:00 og er aðgangseyrir 1000 krónur, en frítt er fyrir börn undir grunnskólaaldri. Sjoppa og samlokusala verður á staðnum en ekki er tekið við kortum. Öll hjartanlega velkomin.
Viðburðurinn er haldinn árlega einhversstaðar á Vestfjörðum og hljóta keppendur sem hafna í tveimur efstu sætunum keppnisrétt á söngkeppni Samfés sem haldin er í Laugardalshöllinni í Reykjavík í mars. Að þessu sinni er Samvest söngkeppnin haldin á Hólmavík. Þetta árið er hún sérdeilis glæsileg og er alfarið skipulögð af nemendaráði og öðrum ungmennun í Ozon sem eiga lof skilið fyrir vinnusemi sína, hugmyndaauðgi og dugnað. Því er ekki síður spennandi að koma á keppnina til að sjá afrakstur þeirra í viðburðastjórnun og stiðja við þeirra góða starf en að njóta tónlistar og skemmtiatriði, hvort tveggja sýnir fram á að framtíðin sé björt og að ungu fólki á Vestfjörðum sé margt til lista lagt.
Keppnin hefst klukkan 19:00 og er aðgangseyrir 1000 krónur, en frítt er fyrir börn undir grunnskólaaldri. Sjoppa og samlokusala verður á staðnum en ekki er tekið við kortum. Öll hjartanlega velkomin.