A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Samantekt af íbúafundi

| 16. mars 2018
« 1 af 7 »

Mánudaginn 12. mars sl. var blásið til íbúafundar í Félagsheimilinu á Hólmavík. Á sjötta tug íbúa sóttu fundinn sem lukkaðist vel. Sveitarstjórnarmenn fóru yfir helstu framkvæmdir og áhersluverkefni síðustu ára á fyrri hluta fundar en eftir súpuhlé tóku fundarmenn þátt í hópavinnu þar sem hugmyndum að áhersluverkefnum var safnað saman. Hugmyndir þessar munu svo nýtast núverandi sveitarstjórn og svo þeim sem taka við boltanum eftir kosningar í vor.

Hér eru teknar saman þær tillögur af íbúafundinum 12. mars sl. sem hlutu atkvæði, raðað eftir atkvæðamagni. Tillögur sem voru um svipað efni voru sameinaðar og fluttar í viðeigandi málaflokk. Atkvæðin eru hér táknuð með stjörnum. Spjöldin með öllum tillögum og atkvæðum má sjá á myndum meðfylgjandi þessari frétt en rétt er að geta þess að tillögur sem ekki fengu atkvæði eru ekki með í samantektinni að neðan.

Tómstunda- íþrótta- og menningarmál

Snjótroðari *****
Gera Náttúrubarnaskólann heimsfrægan ****
Efla söfn og sýningar ****
Stækka Flosaból ***
Ráða framkvæmdarstjóra fyrir íþróttafélög í sveitafélaginu **
Nota gott félagslíf til að markaðssetja svæðið *
Efla Hamingjudaga og markaðssetja *
Útisögusýning – Hólmavík *
Versla við félögin. *
Styrkja golf *

Velferðarmál
Vantar sjúkraþjálfun *************
Þjónustuíbúðir fyrir aldraða – langtíma búseta ******
Vantar leiguhúsnæði – minni íbúðir helst ****
Móttaka nýrra íbúa- vantar upplýsingapakka, bæði á íslensku og erlendu tungumáli ****
Skerpa á aðgangi fyrir fatlaða **
Geðheilbrigðisátak – vitundarvakningu, líka ræða líkamlega heilsu **
Gera Strandabyggð aðlaðandi fyrir spræka 50 ára+ og gera út á það t.d. með afþreyingu og námskeiðum *
Vantar fleira fólk *
 
Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarmál
Styðja við sprotafyrirtæki ********
- t.d. beint frá býli
 - matvælavinnslu í eldhúsi Félagsheimilisins
Sóknaráætlun í atvinnumálum, að gerð sé slík fyrir allar helstu atvinnugreinar *******
Fiskeldi við Steingrímsfjörð á landi og sjó *****
Hugmyndir fyrir ferðaskipuleggjendur *****
- Vinna meira með galdraþemu í ferðaþjónustunni
- sjóstöng, jet-ski, hesta- og hjólaferðir, rútuferðir-, söguferðir, merktar gönguleiðir,
 - ekki sprengja upp verð en ná peningum af ferðamönnunum.
Efla vegrið og hálkuvarnir t.d. v/Kollafjörð vestan megin ****
Bændur taki við smölum og sauðburðarhjálp **
Efla nettengingar alla leið í hús/fyrirtæki (fjölbreytt störf) **
Ferskan fisk til sölu við höfnina á sumrin **
Fleiri opinber störf (Skattstjóri)og verja núverandi *
Kálver í Álfanesi *

Fræðslumál
Dreifnám verði áfram *********
Ljósleiðari í Grunnskóla Hólmavíkur ******
Fjármálalæsi fyrir grunnskóla nemendur og foreldra ****
Tónlistanám í leikskóla ***
Stofna Fablab á Hólmavík ***
Systkinaafsláttur auknir **
Leikskólabörn noti skólabíl án endurgjalds, áfram *
Dreifnámsnemendur noti skólabíl án endurgjalds, áfram *
Styrkja áfram okkar fólk til náms *
Efla náms- og starfsráðgjöf *
Taka á móti leik- og grunnskólakennaranemendum í skólana *
Auka fræðslu um heilbrigði- líkamlegt og andlegt *
 
Umhverfis- og skipulagsmál
Hitaveita *********************
Átak í fegrun bæjarins, tiltekt undir góðri stjórn. ******************
- taka til á Skeiðinu
- Hreinsa fjöruna inn með sjó, útivistarsvæði þar.
- Alltaf!
Göngu-, hlaupa- og hjólastígur út frá bænum ***************
- lækka hámarkshraða á veginum meðfram
- Óshringinn, sjónvarpshæð – stífla
- góða gönguleið út á Grundir
Sorphirða sem tekur á móti lífrænum úrgangi, moltugerð *****
Fá landsarkitekt til að skipuleggja allan bæinn sem heild *****
- framkvæma hlut á hverju ári
Útrýma lúpínu t.d. með beit. *****
Smáhýsabyggð í þorpinu fyrir alla. ***
Gatnagerð og gangstéttir *****
- malbika
- tengja Borgabraut og Vitabraut með akvegi
Gera Rósulund að útivistarsvæði **
Miklu meiri róttæka gróðursetningu **
Stækka tjaldsvæðið (húsbílar/tjaldvagnar) *

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón