Sameining Bæjarhrepps og Húnaþings vestra samþykkt
| 03. desember 2011
Í dag fóru fram kosningar um sameiningu Bæjarhrepps og Húnaþings vestra. Niðurstaðan liggur nú fyrir og er birt á vef Húnaþings vestra. Sameining var samþykkt í báðum hreppum. Alls kusu 323 í Húnaþingi vestra. Já sögðu 271 eða 83,9%. Nei sögðu 50 eða 15,4%. Auðir og ógildir voru 2 eða 0,7%. Í Bæjarhreppi kusu alls 61. Já sögðu 39 eða 63,9%, en nei sögðu 22 eða 36,1%. Enginn seðill var ógildur eða auður. Sveitarfélögum á Ströndum mun því fækka úr fjórum í þrjú.
Frétt af www.strandir.is
Frétt af www.strandir.is