A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sameinumst á Ströndum

Þorgeir Pálsson | 13. ágúst 2024

Nú um helgina var haldin hér á Hólmavík fjölskylduskemmtunin „Sameinumst á Ströndum“.  Þetta er ný skemmtun og það verður að segjast, að hún tókst frábærlega.  Gleði og jákvæðni einkenndu þessa daga.  Íbúar tóku virkan þátt og síðan var stór hópur utanbæjarfólks sem einnig tók þátt. 

Dagskrárliðir voru fjölbreyttir og allir aldurshópar fengu eitthvað við sitt hæfi. Má nefna að boðið var upp á kjötsúpur og raunar aðrar súpur líka á sjö stöðum í þorpinu, pubbkviss, það var skemmtiskokk, hægt að fara á hestbak, loppumarkaður, loftboltar, hoppukastali, andlitsmálun, kandiflos, grillaðar pylsur, leikir á Galdratúninu, golfmót, ungmennaskemmtun í tónlistartjaldi fyrir eldri krakkana, harmonikuball í Bragganum, brekkusöngur og Mugison, sem var með tónleika í kirkjunni, tók þátt þar líka, pæju og pollamót í fótbolta, boccia mót og messa í Tröllatungu. Þá voru opin hús hjá Vilja fiskverkun og listakonunni Rut Bjarnadóttur.  Vonandi gleymist ekkert í þessari annars löngu og fjölbreyttu upptalningu.

Svona skemmtun verður ekki til af sjálfu sér.  Það komu margir að skipulagningu og framkvæmd þessarar skemmtunar og þar fóru fremst í flokki Jón Halldór Kristjánsson (Nonni í Strandafrakt), Ragnheiður Ingimundardóttir, Þórey Hekla Ægisdóttir, Guðrún Júlíana Sigurðardóttir, Einar Indriðason og margir fleiri. 

Það sem er svo ánægjulegt við þessa framkvæmd, er að hér var frumkvæðið hjá íbúum, fólki sem vildi skemmta sér heima hjá sér og endurvekja gleðina sem fylgir bæjarskemmtunum.  Frábært framtak og vel unnið í alla staði. Til hamingju aðstandendur og allir sem lögðu hönd á plóg og til hamingju íbúar með nýju bæjarskemmtunina!

Áfram Strandabyggð!

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón