A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Samfélag á hreyfingu - Move Week í Strandabyggð

| 18. september 2014

Hver er þín uppáhalds hreyfing? Hver er þín hreyfing? Það er talið að um 600.000 þúsund dauðsfalla í Evrópu megi rekja beint til hreyfingarleysis. Flestir sem hreyfa sig ekki neitt segja ástæðuna vera peningaskort. Það er margt er hægt að gera til að bæta heilsu sína sem hvorki kostar krónu né mikla fyrirhöfn. Mestu máli skiptir að hafa gaman af því sem maður tekur sér fyrir hendur því það eykur líkurnar á því að maður viðhaldi heilbrigðum lífstíl.

 

Það eru skilaboðin í samfélaginu og boðskapurinn sem skiptir máli. Frá því að við vöknum á morgnana og förum að  sofa á kvöldin þá erum við að hreyfa okkur en við þurfum að fá hjartað til að pumpa duglega að minnsta kosti í 30 mínútur á dag til að endurnýja frumurnar okkar og þannig bæta heilsuna – helst 60 mínútur. Það þurfa ekki allir að stunda fjallgöngur, æfa íþróttir, hlaupa maraþon, vera í skokkhóp eða taka þátt í þrekmótum. Það ættu allir að finna sína hreyfingu – eitthvað sem hentar hverjum og einum og hafa gaman af því. Alltof margir velja að verma sófann í stað þess að uppfylla ráðlagðan dagsskammt af hreyfingu á dag. 

Hvernig fáum við fleiri til að stunda hreyfingu sér til heilsubótar? Allsstaðar í heiminum er fólk að reyna að finna töfralausnina og Hreyfivikan MOVE WEEK sem fer fram um gjörvalla Evrópu dagana 29. september – 5. október 2014 líka – en bara aðeins öðruvísi!

Hreyfivikan MOVE WEEK er hluti af  “The NowWeMove 2012 - 2020” herferð International Sport and Culture Association (ISCA) sem hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum til heilsubótar. Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) er aðili að ISCA og tekur þátt í verkefnum samtakanna.

Framtíðarsýn MOVE WEEK herferðarinnar er “að 100 milljónir fleiri Evrópubúa verði orðnir virkir í hreyfingu og eða íþróttum fyrir árið 2020” og áhersla lögð á að ”að fólk finni SÍNA hreyfingu sem hentar því”. Hreyfivikan er almenningsíþrótta verkefni  í samstarfi yfir 250 samtaka í Evrópu sem öll eru aðilar að ISCA. Það sem er öðruvísi við Hreyfivikuna MOVE WEEK er að þessi herferðir er ekki sniðin að ákveðinni íþrótt eða ákveðinni hreyfingu heldur getur hvert samfélag sniðið sína Hreyfiviku eftir sínu svæði. Klæðskerasniðið sína Hreyfiviku og nýtt til þess alla þá kosti sem samfélagið býr yfir til að smita frá sér jákvæða nálgun á hreyfingu.

Heilsa er líkamleg, andleg og félagsleg og maður er manns gaman. Því er hægt að blanda öllum þessum þáttum hæglega saman og heilsuávinningur ólíkra aldurshópa kórónaður til dæmis með dansi í hádeginu, göngu í vinnu eða þátttöku í leitum. Strandabyggð og Hérðassamband Strandamanna taka virkan þátt í  Hreyfivikunni MOVE WEEK í haust og bjóða upp á fjölda viðburða og tækifæra fyrir fólk til að kynna sér fjölbreytta hreyfingu sér til heilsubótar.

Fylgist með á http://www.iceland.moveweek.eu/ og www.umfi.is. Skráið ykkar viðburð ef þið viljið vera með viðburð í nafni herferðarinnar í haust, eins getið þið fengið allar frekari upplýsingar hjá Esther Ösp tómstundafulltrúa Strandabyggðar eða Sabínu Steinunni landsfulltrúa UMFÍ.

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón