Samfélagssáttmáli um styrkveitingar í Strandabyggð
Þorgeir Pálsson | 24. október 2022
Kæri íbúar Strandabyggðar,
Nú í aðdraganda fjárhagsáætlanagerðar, þarf að skoða vel ákvarðanir um ráðstöfun fjármagns sveitarfélagsins. Eitt af því sem nauðsynlegt er að skoða, eru styrkveitingar, sem hafa verið viðtekin venja í sveitarfélaginu til langs tíma.
Sveitarstjórn tók fyrir á fundi sínum í ágúst, sl. hugmyndina að "samfélagssáttmála um styrkveitingar", þar sem reynt væri að skilgreina eðli styrkveitinga og skapa réttar forsendur fyrir ráðstöfun fjármagns í styrki á hverjum tíma. Í bókun sveitarstjórnar frá þeim fundi segir: "Samfélagssáttmáli um styrkveitingar. Lögð eru fram drög að Samfélagssáttmála um styrkveitingar í Strandabyggð. Strandabyggð hefur lengi stutt við ýmis konar grasrótarstarf með beinum og óbeinum styrkveitingum og með því eflt mannlíf í Strandabyggð. Styrkveitingar eru hins vegar ekki sjálfgefnar og því mikilvægt að vandað sé til verka, í sátt við íbúa og aðra hlutaðeigandi. Rétt er að hafa í huga að styrkveitingar eru í raun meðvituð ráðstöfun á fjármunum sveitarfélagsins og þar með íbúa."
Eitt af því sem sveitarstjórn lagði áherslu á, var að gefa íbúum færi á að tjá sig um hugmyndina að samfélagssáttmála og markmiðinu með slíkum sáttmála. Nú gefst íbúum það tækifæri og hér má finna drög að sáttmálanum. Þeir sem vilja koma skoðunum sínum eða ábendingum á framfæri, geta gert það í tölvupósti til sveitarstjóra á netfangið thorgeir@strandabyggd.is eða á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is fyrir lok dags föstudaginn 28. október n.k.
Kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti
Nú í aðdraganda fjárhagsáætlanagerðar, þarf að skoða vel ákvarðanir um ráðstöfun fjármagns sveitarfélagsins. Eitt af því sem nauðsynlegt er að skoða, eru styrkveitingar, sem hafa verið viðtekin venja í sveitarfélaginu til langs tíma.
Sveitarstjórn tók fyrir á fundi sínum í ágúst, sl. hugmyndina að "samfélagssáttmála um styrkveitingar", þar sem reynt væri að skilgreina eðli styrkveitinga og skapa réttar forsendur fyrir ráðstöfun fjármagns í styrki á hverjum tíma. Í bókun sveitarstjórnar frá þeim fundi segir: "Samfélagssáttmáli um styrkveitingar. Lögð eru fram drög að Samfélagssáttmála um styrkveitingar í Strandabyggð. Strandabyggð hefur lengi stutt við ýmis konar grasrótarstarf með beinum og óbeinum styrkveitingum og með því eflt mannlíf í Strandabyggð. Styrkveitingar eru hins vegar ekki sjálfgefnar og því mikilvægt að vandað sé til verka, í sátt við íbúa og aðra hlutaðeigandi. Rétt er að hafa í huga að styrkveitingar eru í raun meðvituð ráðstöfun á fjármunum sveitarfélagsins og þar með íbúa."
Eitt af því sem sveitarstjórn lagði áherslu á, var að gefa íbúum færi á að tjá sig um hugmyndina að samfélagssáttmála og markmiðinu með slíkum sáttmála. Nú gefst íbúum það tækifæri og hér má finna drög að sáttmálanum. Þeir sem vilja koma skoðunum sínum eða ábendingum á framfæri, geta gert það í tölvupósti til sveitarstjóra á netfangið thorgeir@strandabyggd.is eða á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is fyrir lok dags föstudaginn 28. október n.k.
Kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti