Samgöngur á Vestfjörðum - Opinn íbúafundur á Patreksfirði
Fulltrúar frá Vegagerðinni munu fjalla um ýmis samgöngumál sem tengjast svæðinu og boðið verður upp á spurningar og umræður.
Vegagerðin vill eiga opið og hreinskilið samtal við íbúa á Vestfjörðum um samgöngumál svæðisins. Markmiðið með fundinum er að veita íbúum upplýsingar um yfirstandandandi og fyrirhugaðar framkvæmdir, fá innsýn í starfsemi Vegagerðarinnar á svæðinu og koma sínum sjónarmiðum á framfæri.
Til að tryggja að sem flestir geti fylgst með verður fundinum einnig streymt á netinu, auk þess sem hægt verður að senda inn spurningar í gegnum Slido.com.
Allir eru velkomnir, og að sjálfsögðu verður heitt á könnunni.
Dagskrá
- Ávarp – Páll Vilhjálmsson, formaður innviðanefndar Fjórðungssambands Vestfirðinga.
- Nýframkvæmdir – yfirstandandi framkvæmdir og hvað er fram undan. Sigurþór Guðmundsson, verkefnastjóri á framkvæmdadeild.
- Samgönguáætlun og jarðgangakostir á Vestfjörðum Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs.
- Staða vegakerfisins. Pálmi Þór Sævarsson, svæðisstjóri Vestursvæðis.
- Vetrarþjónusta – hvernig er þjónustunni háttað? Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs.
Gerður Sveinsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, verður fundarstjóri
Fundinum verður streymt beint í gegnum þessa slóð: https://youtube.com/live/CT28JO3Fu3o?feature=share
Hægt er að senda inn spurningar á Slido með þessum kóða #samgongur
Sjá frétt hjá Vegagerðinni: Samgöngur á Vestfjörðum – opinn íbúafundur á Patreksfirði – Vegagerðin