Samningur við ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála
| 31. mars 2021
Kæru íbúar Strandabyggðar,
Eins og þið hafið sjáfsagt tekið eftir, var í gær, 30. mars, undirritaður samningur milli Sigurðar Inga Jóhannssonar ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála og sveitarstjórnar Strandabyggðar, um endurskipulagningu fjármála sveitarfélagsins. Það var Jón Gísli Jónsson, oddviti Strandabyggðar sem skrifaði undir samninginn á móti Sigurði Inga.
Þessi samningur á sér talsverða forsögu, sem við þekkjum nú orðið nokkuð vel. Sú mikla skerðing sem varð í fyrra á framlögum Jöfnunarsjóðs til sveitarfélagsins, setti öll okkar fjárhagslegu áform og markmið úr skorðum. Við leituðum til ráðuneytisins í júlí í fyrra og síðan þá hefur verið unnið að því skilgreina aðgerðir og draga upp mynd af þeim stuðningi sem Strandabyggð býðst nú frá ráðherra og hans fólki. Samningurinn felur í sér 30 milljón króna framlag úr Jöfnunarsjóði til Strandabyggar, sem mun nýtast í að laga lausafjárstöðu sveitarfélagsins. Á móti verður fjárhagslegt aðhald og eftirlit eflt og farið í markvissa vinnu við fjárhagslega endurskipulagningu og hagræðingu í rekstri Strandabyggðar Þessari vinnu er ætlað að skapa grundvöll fyrir fjárhagsáætlanagerð og aðgerðaáætlun fyrir árin 2022-2025 og mótun verkefnaáætlun sveitarstjórnar. Fyrir lá fjárhagsleg greining frá endurskoðunarfyrirtækinu KPMG, sem nýtist nú vel í þessa vinnu.
Og nú hefst vinnan. Búið er að ráða ráðgjafafyrirtækið Ráðrík til að koma að þessar vinnu með starfsmönnum sveitarfélagsins. Samhliða verður farið í svokallaða valkostagreiningu, sem miðar að því að kanna kosti og galla einstakra sameiningarkosta við önnur sveitarfélög. Búið er að ráða ráðgjafafyrirtækið RR Ráðgjöf í þá vinnu með okkur. Sú vinna er fjármögnuð af Jöfnunarsjóði.
Það er mikil vinna framundan og líklegt að sú naflaskoðun muni taka eitthvað á. Margar erfiðar spurningar verða nú lagðar fyrir sveitarstjórn og starfsmenn sveitarfélagsins og við verðum að þora að svara þeim heiðarlega, rýna í forsendur þeirra og leita nýrra leiða til úrbóta.
Við skulum samt líta á þessa stöðu og þessa vinnu sem tækifæri. Tækifæri til að endurskoða fjárhagslegar forsendur þeirrar samfélagsmyndar sem við búum við. Tækifæri til að leita að hagræðingu, skynsamlegum lausnum sem tryggir okkur áfram það þjónustustig sem við þekkjum og viljum. Samhliða áframhaldandi kostnaðaraðhaldi, ætlum við að skoða ný atvinnutækifæri, nýja tekjustofna og velta fyrir okkur hvernig Strandabyggð getur þróast og hvernig við viljum að sú þróun verði.
Kveðja
Þorgeir Pálsson
sveitarstjóri Strandabyggðar
Eins og þið hafið sjáfsagt tekið eftir, var í gær, 30. mars, undirritaður samningur milli Sigurðar Inga Jóhannssonar ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála og sveitarstjórnar Strandabyggðar, um endurskipulagningu fjármála sveitarfélagsins. Það var Jón Gísli Jónsson, oddviti Strandabyggðar sem skrifaði undir samninginn á móti Sigurði Inga.
Þessi samningur á sér talsverða forsögu, sem við þekkjum nú orðið nokkuð vel. Sú mikla skerðing sem varð í fyrra á framlögum Jöfnunarsjóðs til sveitarfélagsins, setti öll okkar fjárhagslegu áform og markmið úr skorðum. Við leituðum til ráðuneytisins í júlí í fyrra og síðan þá hefur verið unnið að því skilgreina aðgerðir og draga upp mynd af þeim stuðningi sem Strandabyggð býðst nú frá ráðherra og hans fólki. Samningurinn felur í sér 30 milljón króna framlag úr Jöfnunarsjóði til Strandabyggar, sem mun nýtast í að laga lausafjárstöðu sveitarfélagsins. Á móti verður fjárhagslegt aðhald og eftirlit eflt og farið í markvissa vinnu við fjárhagslega endurskipulagningu og hagræðingu í rekstri Strandabyggðar Þessari vinnu er ætlað að skapa grundvöll fyrir fjárhagsáætlanagerð og aðgerðaáætlun fyrir árin 2022-2025 og mótun verkefnaáætlun sveitarstjórnar. Fyrir lá fjárhagsleg greining frá endurskoðunarfyrirtækinu KPMG, sem nýtist nú vel í þessa vinnu.
Og nú hefst vinnan. Búið er að ráða ráðgjafafyrirtækið Ráðrík til að koma að þessar vinnu með starfsmönnum sveitarfélagsins. Samhliða verður farið í svokallaða valkostagreiningu, sem miðar að því að kanna kosti og galla einstakra sameiningarkosta við önnur sveitarfélög. Búið er að ráða ráðgjafafyrirtækið RR Ráðgjöf í þá vinnu með okkur. Sú vinna er fjármögnuð af Jöfnunarsjóði.
Það er mikil vinna framundan og líklegt að sú naflaskoðun muni taka eitthvað á. Margar erfiðar spurningar verða nú lagðar fyrir sveitarstjórn og starfsmenn sveitarfélagsins og við verðum að þora að svara þeim heiðarlega, rýna í forsendur þeirra og leita nýrra leiða til úrbóta.
Við skulum samt líta á þessa stöðu og þessa vinnu sem tækifæri. Tækifæri til að endurskoða fjárhagslegar forsendur þeirrar samfélagsmyndar sem við búum við. Tækifæri til að leita að hagræðingu, skynsamlegum lausnum sem tryggir okkur áfram það þjónustustig sem við þekkjum og viljum. Samhliða áframhaldandi kostnaðaraðhaldi, ætlum við að skoða ný atvinnutækifæri, nýja tekjustofna og velta fyrir okkur hvernig Strandabyggð getur þróast og hvernig við viljum að sú þróun verði.
Kveðja
Þorgeir Pálsson
sveitarstjóri Strandabyggðar