| 19. september 2011
Hressir krakkar í Grunnskólanum á Hólmavík: Matthías, Ásbjörn, Díana og Sólrún - ljósm. af vef Grunnskólans
Í vikunni sem er nýhafin verða haldin samræmd könnunarpróf í öllum grunnskólum landsins. Grunnskólinn í Hólmavík er þar engin undantekning, en þar mun elsti bekkur grunnskólans taka þrjú samræmd próf fyrripart vikunnar; í íslensku, ensku og stærðfræði. Á fimmtudag og föstudag taka síðan 4. og 7. bekkur samræmd próf í íslensku og stærðfræði. Fræðast má um nánar um prófin á vefsíðunni
www.namsmat.is.
Í tilkynningu frá skólanum á vefsíðu hans eru nemendur hvattir til að hvílast vel, óttast ekki prófin en um leið leitast við að gera sitt besta. Þá er þeim einnig óskað velgengni í hvívetna. Starfsfólk Strandabyggðar tekur heilshugar undir þessar góðu kveðjur til unga fólksins.