Sérstakur húsnæðisstuðningur vegna 15 -17 ára námsmanna
| 20. ágúst 2020
Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps annast greiðslu á sérstökum húsnæðisstuðningi til foreldra/forráðamanna 15-17 ára barna, sem leigja herbergi á heimavist, námsgörðum eða á almennum markaði hér á landi vegna náms fjarri lögheimili. Sjá reglur (25 gr.)
Umsóknareyðublað má nálgast hér
Með umsókninni þarf að fylgja:
- Staðfesting á skólavist
- þinglýstur húsaleigusamningur
- Upplýsingar um bankareikning
Sækja þarf núna um fyrir haustönn og skulu umsóknir berast til félagsmálastjóra, Höfðagötu 3, 510 Hólmavík eða á netfangið felagsmalastjori@strandabyggd.is
Nánari upplýsingar veitir Guðrún Elín Benónýsdóttir, félagsmálastjóri.