A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sirkusinn kemur í bæinn á morgun!

Salbjörg Engilbertsdóttir | 04. apríl 2019


Sirkus Íslands ferðast nú um landið með nýja fjölskyldusýningu. 
Kraftmikil sýning sem fer með áhorfendur inn í spennandi töfraheim sirkusins þar sem allt getur gerst! Óttalaus áhættuleikari, ótrúleg línudansmær, lipurt loftfimleikafólk og ljónatemjari flakka um landið og kynna þig fyrir sirkusnum á hátt sem þú hefur aldrei séð áður! 

 

Bæjarsirkusinn er sirkussýning fyrir alla fjölskylduna þar sem töfrar sirkusins vakna til lífsins um land allt. Sýningin er liður í því að gera Sirkus Íslands að sirkus allra landsmanna og leyfa sem flestum að njóta gleðinnar. Sýningar Sirkus Íslands í sirkustjaldinu Jöklu hafa vakið mikla lukku undanfarin sumur en þessi sýning er gerð fyrir félagsheimili og íþróttasali landsins og gerir okkur kleift að ferðast um landið yfir vetrartímann.

 

Bæjarsirkusinn hefur verið sýndur á Suður- og Vesturlandi við góðar undirtektir en heldur nú áfram ferðalaginu um landið. Við verðum í félagsheimilinu í Hólmavík föstudaginn 5. apríl, og félagsheimilinu í Bolungarvík laugardaginn 6. apríl.

Miðasala á TIX.IS

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón