Sjómannadagurinn á Hólmavík 2016
Salbjörg Engilbertsdóttir | 02. júní 2016
Að venju verður glæsileg dagskrá í boði björgunarsveitarinnar Dagrenningar á sjómannadaginn eins og sjá má hér í þessari frétt. Strandabyggð óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn.
Sunnudagurinn 5. Júní
kl. 10:00 Marhnútaveiðikeppni fyrir ungu kynslóðina. Verðlaunaskjöl verða afhent fyrir flesta veidda fiska, mesta veginn afla auk þess fyrir stærsta og minnsta fiskinn.
kl. 12:00 Skemmtidagskrá við höfnina, brettahlaup, reiptog og fl.
Hætt er við að einhverjir vökni.
kl. 14:00 Kaffisala í Félagsheimilinu. Kaffið kostar kr. 2000 fyrir 12 ára og eldri en 500 kr. fyrir 6-11 ára. Posi á staðnum.
Allur ágóði rennur til styrktar björgunarsveitinni.
(Ath.ágætu bakarar! öllum er velkomið að styrkja Björgunasveitina með því að koma með kökur í Kaffisöluna.Tekið verður á móti sjómannadagskökum í félagsheimilinu milli kl.11 og 12)