Skeljavíkurrétt
Salbjörg Engilbertsdóttir | 06. september 2018
Nú nýverið lauk byggingu á nýrri og glæsilegri Skeljavíkurrétt en Trésmiðjan Höfði sá um framkvæmdina. Aðeins eru tvö ár síðan ný rétt við Kirkjuból var vígð og má segja að þessar framkvæmdir séu til mikilla bóta fyrir samfélagið. Á morgun föstudaginn 7. september verður réttað í fyrsta sinn í nýju réttinni og af því tilefni mun Þorgeir Pálsson nýr sveitarstjóri Strandabyggðar segja nokkur orð við upphaf réttarstarfa um kl. 16.00.